Hertar flokkunarreglur

Í samræmi við nýjar reglur um flokkun við meðhöndlun úrgangs til að lágmarka urðun hefur Fura tekið upp breytta verkferla við meðhöndlun úrgangs þar sem kröfurnar eiga sérstaklega við, svo sem bílhræ en einnig fjölmargt annað.

Tróð

Við förgun bíla verður til plastúrgangur sem rekja má til innréttinga, stuðara, sæta og fleiri plasthluta í bílum. Þessum úrgangi hefur hingað til verið komið fyrir á urðunarstöðum en eitthvað sent sorpbrennslustöðvum erlendis.

Ökutækjaúrgangur

Fura tekur á móti bílhræjum frá gámastöðvum og byrja starfsmenn Furu nú á því að fjarlægja olíur, rafgeyma, gler og plast ásamt gúmmíi og flokka í þar til gerð ílát. Einnig vinna starfsmenn að þróun tækni til að auka flokkun frá tæturum til að auðvelda ferlið og stendur sú vinna yfir. Málmar verða eins og hingað til endurunnir hjá Furu, en samkvæmt nýju flokkunarreglunum er gert er ráð fyrir því að gler verði síðar nýtt í undirlag í vegagerð og tróð í urðun (yfirlag).

Fura annast niðurrif Drafnarslipps

04.05.2023
Fura málmendurvinnsla aðstoðaði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og tryggingafélag við niðurrifa Drafnarslipps.

Hertar flokkunarreglur

13.03.2023
Í samræmi við nýjar reglur um flokkun við meðhöndlun úrgangs til að lágmarka urðun hefur Fura tekið upp breytta verkferla við meðhöndlun úrgangs.

Niðurrif skipa og báta

18.01.2023
Fura tekur reglulega að sér niðurrif á bátum og skipum víðs vegar um landið...

Útskipun frá Hafnarfirði

18.01.2023
Útskipun brotajárns frá Hafnarfirði...