Þjónusta

Fura býður viðskiptavinum sínum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og nágrenni upp á mismunandi lausnir við val á heppilegri gámastærð þegar koma þarf málmum til endurvinnslu til Furu. Gámarnir ásamt akstri þeirra til og frá viðskiptavini eru lánaðir endurgjaldslaust undir málma. 

Höfuðborgarsvæðið

Nánari upplýsingar um lán og flutning á gámum frá Furu eru veittar virka daga milli 8 og 20 og á laugardögum milli 8 og 14 hjá Furu í Hafnarfirði í síma í síma 565 3557, netfang [email protected].

Landsbyggðin

Um þjónustu á landsbyggðinni veitir Gunnar Þ. Garðarsson verkefnastjóri Furu á Akureyri allar nánari upplýsingar í síma 894 4238, netfang [email protected].

Ökutæki

Við tökum á móti öllum ökutækjum, þar á meðal fellihýsum og tjaldvögnum í förgun. Nú er búið að einfalda ferlið og er hægt að klára afskráningu með rafrænum skilríkjum. Eigendur ökutækja fá í staðinn greiddar 30.000 kr. frá Fjársýslu ríkisins.

Rafgeymar

Við tökum á móti rafgeymum af öllum stærðum og gerðum.

Góðmálmar

Við tökum á móti öllum góðmálmum og greiðum fyrir í samræmi við verðskrá hvers mánaðar. Helstu tegundir góðmálma sem Fura veitir viðtöku eru kopar, koparvír, ál, ryðfrítt stál og messing. Einnig tökum við á móti öðrum góðmálmum hverju nafni sem nefnast. Leitið upplýsinga um verð í síma 565 3557 eða með pósti á netfangið [email protected].

Hjólbarðar

Við tökum á móti hjólbörðum af öllum stærðum og gerðum.  Leitið upplýsinga um verð í síma 565 3557 eða með pósti á netfangið [email protected].

Á frábærum stað í Hafnarfirði

Við höfum verið á sama stað í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar frá upphafi. Fyrst um sinn voru einu nágrannarnir álverið í Straumsvík, Sædýrasafnið og golfklúbburinn Keilir á Hvaleyrarholti. Nú erum við nágrannar fjölda fyrirtækja í stöðugt stækkandi iðnaðarhverfi í útjaðri byggðarinnar; nánar tiltekið við Hringhellu 3.