Fura annast niðurrif Drafnarslipps

Eins og kunnugt er brann allt húsnæði gamla Drafnarslippsins við Hafnarfjarðarhöfn að kvöldi verkalýðsdagsins, 1. maí. Kallaði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Furu málmendurvinnslu sér til aðstoðar til að opna þakið svo unnt væri að ná niðurlögum eldsins og stóð sú vinna fram á nótt.

Að lokinni rannsókn tæknideildar lögreglu á brunasvæðinu fól tryggingafélag eiganda svæðisins Furu að annast áframhaldandi niðurrif og frágang svæðisins og hófst vinnan síðdegis 2. maí.

Allur málmur á svæðinu verður fluttur til starfsstöðvar Furu við Hringhellu 3 í Hafnarfirði þar sem hann verður flokkaður frekar áður hann verður fluttur utan til endurvinnslu hjá málmbræðslufyrirtæki í Portúgal.

Frekari upplýsingar

Fjölmiðlar hafa fjallað um brunann og er m.a. hægt að nálgast frétt RÚV HÉR og Mbl.is HÉR.

Fura annast niðurrif Drafnarslipps

04.05.2023
Fura málmendurvinnsla aðstoðaði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og tryggingafélag við niðurrifa Drafnarslipps.

Hertar flokkunarreglur

13.03.2023
Í samræmi við nýjar reglur um flokkun við meðhöndlun úrgangs til að lágmarka urðun hefur Fura tekið upp breytta verkferla við meðhöndlun úrgangs.

Niðurrif skipa og báta

18.01.2023
Fura tekur reglulega að sér niðurrif á bátum og skipum víðs vegar um landið...

Útskipun frá Hafnarfirði

18.01.2023
Útskipun brotajárns frá Hafnarfirði...