Verkefnin

Meginverkefni Furu felast í niðurrifi og flokkun á grófum úrgangi úr málmi, gúmmí, plasti og timbri auk rafgeyma til endurvinnslu. Í samanburði við aðra aðila í greininni hefur Fura þá sérstöðu að taka allt „hráefni“ sem berst í sundur og flokka, t.d. verðmætari málma frá almennu brotajárni, og hámarka þannig virði hráefnisins. Mestur hluti afurða fer til endurvinnslu hjá stálbræðslum og hráefnisvinnslum í Evrópu.

Auk ofangreindra verkefna endurnýtir Fura allan timburúrgang til framleiðslu á pressuðum undirburði fyrir hross innlendra hestamanna. Sjá nánar Furuflís hér að ofan.

Fura tekur einnig að sér ýmis sérverkefni sem þó tengjast meginstarfseminni. Þannig má nefna aðstoð við lögreglu og slökkvilið þegar á þarf að halda í stórbrunum fasteigna, báta og skipa þar sem altjón verða. Þá tekur Fura að sér niðurrif, endurvinnslu og förgun í kjölfarið. Einnig tekur Fura að sér niðurrif húsnæða, sem eiga að víkja, og skipa og báta sem úrelt eru eða dæmd ónýt af öðrum ástæðum.