Endurnýting

Fura hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á flokkun og endurvinnslu þess margvíslega grófa úrgangs sem fyrirtækið veitir viðtöku við Hringhellu 3 í Hafnarfirði. Mestur hluti afurðanna fer tilbúinn til endurvinnslu hjá stálbræðslum og hráefnisvinnslum í Evrópu. Svo tvö dæmi séu tekin má nefna að stálið frá Furu fer beint í bræðslupotta stálfyrirtækjanna og hjólbarðarnir í framleiðslu á gúmmíhellum og öðrum nýjum vörum sem seldar eru á mörkuðum um allan heim.

Á innanlandsmarkað fer m.a. tréspænir og pressað undirlag undir húsdýr sem Fura framleiðir úr öllum timburúrgangi sem fyrirtækið veitir viðtöku og selur undir vöruheitinu Furuflís. Sjá nánar hér efst á síðunni.

Með áherslu á flokkun og endurvinnslu úrgangs í allri starfsemi sinni hefur Fura frá upphafi haft að leiðarljósi lágmörkun á sóun verðmæta, bætta umgengni við auðlindir, sem síðan hafa leitt af sér ný störf og aukin verðmæti úr úrgangi.