Furuflís

Fura hóf haustið 2013 framleiðslu á tréspæni úr timburúrgangi og hefur framleiðslan síðan þá aukist ár frá ári samhliða fjárfestingum í sífellt fullkomnari framleiðslutækjum. Er spænaverksmiðja Furu í dag sú afkastamesta sinnar tegundar á landinu með um fimm þúsund tonna afkastagetu á ári.

Þrjár vörutegundir

Vörurnar eru þrenns konar sem Fura framleiðir og selur undir vörumerkjum Furuflísar og eru allar ætlaðar sem undirlag fyrir búpening. Annars vegar er um að ræða Furuflís og Gólfflís sem eru kurlaður tréspænir með tvenns konar grófleika og hins vegar Furuköggla, sem framleiddir eru úr rykinu sem fylgir mölun timbursins til að unnt sé að fullnýta hráefnið eins og hægt og fyrirbyggja sem mest rykmengun í andrúmsloftinu.

Undirlag í stíum og reiðhöllum

Afurðir Furuflísar eru lang vinsælastar meðal hestafólks sem nýtir Furuflís og Furuköggla í stíum hesthúsa sinna og Gólfflís sem undirlag í reiðhöllum, þar sem stundaðar eru tamningar, sýningar og keppnir. Eru gólf reiðhallanna þá gjarnan þakin Gólfflísinni frá Furu.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um Furuflís, verðflokka og söluaðila víða um land eru að finna undir vöruheitinu Furuflís á Facebook. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið [email protected] eða slá á þráðinni í síma 565 3557.