Í vinnu fyrir framtíðina síðan 1981
Um Furu
Með endurvinnslu á málmum og timbri breytum við fyrirferðar-miklum og oft mengandi úrgangi í verðmæta auðlind.
Þjónusta
Við sækjum brotajárn til viðskiptavina um allt land og útvegum gáma undir málma og úrgang til endurvinnslu hjá okkur.
Umhverfisvernd
Við leggjum mikinn metnað og vinnu í að flokka og endurvinna sem mest hérlendis áður en málmar eru sendir úr landi. Þannig förum við betur með auðlindir og sköpum fleiri störf og meiri verðmæti en ella.
Málmar
Með öflugum tækjabúnaði flokkum við málma eftir tegundum og tökum til dæmis bílhræ í frumeindir, flettum kápu af koparvírum og þar fram eftir götunum.
Furuflís -
umhverfisvænt undirlag
Með Furuflís leysum við umhverfisvandamál og eflum dýravelferð á einu bretti. Þetta snilldarundirlag er gert með endurvinnslu timburs sem til fellur innanlands og hentar frábærlega í reiðhallir, hesthús og gripahús. Endurvinnsluhringurinn er síðan fullkomnaður þegar haugurinn úr hesthúsunum verður að áburði fyrir skóga framtíðarinnar.
Fréttir
Fura annast niðurrif Drafnarslipps
04.05.2023
Fura málmendurvinnsla aðstoðaði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og tryggingafélag við niðurrifa Drafnarslipps.
Hertar flokkunarreglur
20.01.2023
Í samræmi við nýjar reglur um flokkun við meðhöndlun úrgangs til að lágmarka urðun hefur Fura tekið upp breytta verkferla við meðhöndlun úrgangs.
Niðurrif skipa og báta
18.01.2023
Fura tekur reglulega að sér niðurrif á bátum og skipum víðs vegar um landið...
Útskipun frá Hafnarfirði
11.01.2023
Útskipun brotajárns frá Hafnarfirði...
Á frábærum stað í Hafnarfirði
Við höfum verið á sama stað í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar frá upphafi. Fyrst um sinn voru einu nágrannarnir álverið í Straumsvík, Sædýrasafnið og golfklúbburinn Keilir á Hvaleyrarholti. Nú erum við nágrannar fjölda fyrirtækja í stöðugt stækkandi iðnaðarhverfi í útjaðri byggðarinnar; nánar tiltekið við Hringhellu 3.